Síðustu 10 ár hefur lýsingarheimurinn séð meiri breytingar í ljóstækni heldur er öll 60 árin þar á undan og við stefnum hratt áfram í þróun á ljósgjöfum. En hvaða ljósgjafa höfum við í höndunum í dag og í hvað stefnir?
Verður orðatiltækið; „Að kveikja á perunni“ brátt eitthvað sem tengir okkur við fortíðina líkt og videótæki og vasadiskó? Er LED komið til að vera eða tekur OLED við af LED?
Er framtíðarljósgjafinn kannski Laser? Í allri þessari þróun má þó ekki gleyma grunnatriðum lýsingar og farið verður yfir hvaða þætti þarf að hafa í huga við val á ljósgjafa, eins hverjir eru kostir og gallar nútíma ljósgjafa.
Hvernig skipti ég um peru? - hefur sem sagt öðlast nýja merkingu með þróun ljósgjafa.
Fyrirlesari: Rósa Dögg Þorsteinsdóttir - Lýsingarhönnuður og innanhússarkitekt fhi
Fundartími: Miðvikudagur 29.mars 2017 kl.20:00 - 22:00.
Fundarstaður: Rafiðnaðarskólinn – Stórhöfða 27 – 1.hæð
Stórhöfða 27 • 110 Reykjavík • Sími: 540-0160 • rafmennt@rafmennt.is • Kt. 590104-2050