Það er tilvalið að skrá sig á þessi seinustu námskeið vorannar áður en sumarið tekur völdin. 

 

Brunaþéttingar

Fjarkennsla

11. maí 

kl: 13:00 - 17:00

Viðfangsefni námskeiðsins eru hinar ýmsu gerðir af brunaþéttingum.

Athugið: Þáttakenndur sem ljúka þessu námskeiði fá heimild til þess að starfa við brunaþéttingar þar sem fyrir liggur starfsleyfi frá Húsnæðis-og mannvirkjastofnun og eiga þá einnig kost á því að sækja um starfsleyfi sjálfir að fengnu meistarabréfi.

Eftir þetta námskeið hafa þáttakenndur einnig heimild til þess að lagfæra brunaþéttingar eftir sjálfa sig og eftir aðra iðnaðarmenn.

Nánar

 

Hleðslustöðvar

Fjarkennsla

12. maí

kl: 13:00 - 17:00

Rafbílahleðslur

Hvaða forsendur þurfa að liggja fyrir þegar setja á upp rafbílahleðslustöðvar í einbýli/fjölbýli.

Regluverk varðandi hleðslustöðvar við sameignir húsfélaga.

ofl.

Nánar

 

Lestur útboðsgagna

Fjarkennsla

18. - 20. maí

kl:  17:00 - 19:00

Útboðsgögn tækifæri og áhættur.
Viðfangsefni kynningarinnar er að skoða framsetningu útboðsgagna og velta fyrir sér tækifærum og áhættu sem felast í að bjóða í verkefni. Farið verður yfir helstu þætti sem hafa ber í huga varðandi staðal IST 30. Framtíð í útboðum verður skoðuð með tilliti til umhverfisvottana í verkefnum.

Nánar

 

Hraðastýringar / Tíðnibreytar fyrir mótora

Stórhöfði 27

19. maí

kl: 8:30 - 12:30

Á námskeiðinu verður farið yfir val, virkni, tengingar , forritun , ( nettengingar,) gangsetningar og prófanir á hraðabreytum / tíðnibreytum frá meðal
annars ABB - Danfoss - Rockwell og Schneider.

Nánar