RAFMENNT leitar að lausnarmiðuðum verkefnastjóra til starfa við ákvæðisgrunn
rafiðnaðarins auk annarra starfa tengd endurmenntun félagsmanna.

Starfssvið 

  • Þjónusta ákvæðisgrunn rafiðnaðarins
  • Samskipti við notendur
  • Þróun og nýsköpun á ákvæðisvinnugrunni
    og öðrum þáttum sem tengjast
    endur- og símenntun
  • Handleiðsla og kennsla
  • Verkefni tengd gæðamálum

Hæfniskröfur 

  • Þekking á ákvæðisvinnu og
    ákvæðisvinnugrunni rafiðna
  • Þekking á tilboðsgerð og iðnrekstri
  • Þekking á endur- og símenntun
  • Þekking á gæðakerfum og gæðastjórnun
  • Skipulagshæfni og fumkvæði í starfi
  • Reynsla af verkefnastjórnun
  • Góð samskiptahæfni
  • Góð almenn tölvukunnátta og góð Excel þekking
  • Gott vald á íslensku og ensku í tali og ritun

Menntunarkröfur

  • Sveinspróf í rafiðngrein
  • Meistarabréf og/eða önnur
    framhaldsmenntun í rafiðngreinum
    er kostur
  • Kennsluréttindi er kostur

 

RAFMENNT hefur það hlutverk að bjóða fræðslu og styðja fræðslutengd verkefni með það að markmiði að uppfylla fræðsluþörf á sviði rafiðnaðar og svara þannig þörfum atvinnulífsins á hverjum tíma.
Hjá RAFMENNT starfa tíu starfsmenn við fjölbreytt störf sem snúa að menntun og endurmenntun félagsmanna.

 

Umsóknir skulu sendar til framkvæmdastjóra sem veitir nánari upplýsingar um starfið á netfangið thor(hjá)rafmennt.is.
Umsókn um starfið skal fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf.

Umsóknarfrestur er til og með 5. september 2022
Miðað er við að nýr starfsmaður hefji störf í síðasta lagi 1. janúar