Sú hefð hefur skapast að hafa síðasta kynningarfund fyrir jól með öðru sniði en venjulega og velja fundarefni utan við fagið okkar.
Til að leiða okkur út fyrir ramman höfum við nú fengið þekktasta stjörnuspeking landsins, Gunnlaug Guðmundsson, til að fjalla eftirfarandi:
Hvaða kraftar liggja að baki þeim átökum sem einkenna nútímann?
Hver verður þróun næstu ára?
Hvert stefnir mannkynið?
Fjallað verður um trúar- og hugmyndakerfi mannsins.
Heimskerfin skoðuð sérstaklega.
Stjórnmálakerfi - Fjármálakerfi - Trúarkerfi - Menntakerfi - Heilbrigðiskerfi.
Skoðuð verður möguleg framtíðarþróun. Rætt um það hvaða hættur steðja að mannkyninu. Það skoðað hvað við sem einstaklingar getum gert til að vel fari.
Fyrirlesari: Gunnlaugur Guðmundsson, stjörnuspekingur
Fundarstaður: Rafiðnaðarskólinn – Stórhöfða 27 – 1.hæð
Allir sem áhuga hafa á málefninu eru velkomnir og aðgangur er frír.
Þeir sem áhuga hafa á þátttöku vinsamlega skrái sig inn á vefsíðu skólans
eða í síma 568-5010.
Stórhöfða 27 • 110 Reykjavík • Sími: 540-0160 • rafmennt@rafmennt.is • Kt. 590104-2050