Fræðslu og kynningarfundur RAFMENNTAR og SART - var haldinn í hádeginu fimmtudaginn 28. Nóvember.
Stórhöfða 27 (1. hæð, gengið inn Grafarvogsmeginn)
Kl 12:00 – 13:00
Andri Reyr Haraldsson kynnti OiRA – rafrænt áhættumat fyrir rafiðnaðinn.
OiRA er gagnvirkt áhættumatstól sem er aðgengilegt í gegnum gagnvirka vefsíðu og er að mestu leyti ætlað litlum og meðalstórum fyrirtækjum.
Viðeigandi áhættumat er lykillinn að heilbrigðum vinnustöðum, þó getur framkvæmd áhættumats verið töluvert flókin, sérstaklega fyrir ör- og smáfyrirtæki, þar sem þau kann að skorta úrræði og þekkingu á vinnuvernd til að framkvæma hana á árangursríkan hátt. OiRA miðar að því að sigrast á þessu.
OiRA er þróað og viðhaldið af Vinnuverndarstofnun Evrópu (EU-OSHA) og er byggt á hollenska hættumatstólinu RI&E. OiRA rafrænt áhættumat fyrir rafiðnaðinn er samvinnuverkefni Vinnueftirlitsins og RAFMENNTAR.
Mögulegt er að nálgast upptöku af fræðslu- og kynningarfundinum á youtube-rás RAFMENNTAR
Stórhöfða 27 • 110 Reykjavík • Sími: 540-0160 • rafmennt@rafmennt.is • Kt. 590104-2050