Forritun EOS ljósaborða - Framhald
Námskeiðið er 11. janúar frá 10:00 - 17:00, í húsi Rafmentnar að Stórhöfða 27.
Þetta eins dags námskeið kafar í dýpri notkun EOS, allt frá því að skipuleggja "template showfile” fyrir endurtekna notkun og yfir í skipulagningu stærri og flóknari kerfa með samtengdum borðum og búnaði með ytri triggerum.
Þessi dagur er sérsniðinn og notendastýrður, kannar eiginleika sem eru sérstaklega gagnlegir og áhugaverðir fyrir þátttakendur í sínum tilteknu geirum, þar sem samræður og umræður við kennara eru aðalatriði þessa námskeiðs. Þátttakendur munu öðlast dýpri skilning á eiginleikum sem í fyrstu kunna að virðast minna aðgengilegir fyrir nýja notandann, og komast í klára námskeiðið með showfile með sérsniðnum ljósaprófílum, layouts, sniðmátum og flóknari effectum til notkunar.
Aðrar upplýsingar: Námskeiðið fer fram á Ensku.
Stórhöfða 27 • 110 Reykjavík • Sími: 540-0160 • rafmennt@rafmennt.is • Kt. 590104-2050