Dagana 13.–15. mars 2025 fer fram stóra framhaldsskólakynningin Mín framtíð í Laugardalshöllinni.
Rafmennt mun vera á sínum stað og bjóða upp á kynningu á starfsemi sinni. Við hvetjum alla til að nýta tækifærið og koma við!Hefur þú áhuga á stærðfræði? Undrum geimsins?
Fjármálum? Kvikmyndatækni, listum, bílum eða matreiðslu? Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi á Mín framtíð því yfir þrjátíu ólíkir skólar kynna námsframboð sitt.
Gert er ráð fyrir að á bilinu 9.000 til 10.000 grunnskólanemendur mæti á viðburðinn en öllum nemendum 9. og 10. bekkjar er boðið.
Á sama tíma heldur Verkiðn Íslandsmót iðn- og verkgreina, þar sem keppendur reyna á hæfni sína í krefjandi verkefnum. Keppt hefur verið í 20 – 27 greinum hverju sinni og takast keppendur á við krefjandi og raunveruleg verkefni í samkeppni sem reynir á hæfni, skipulagshæfileika og fagmennsku.
Þessi spennandi viðburður og framhaldsskólakynningin Mín framtíð er haldinn í samvinnu við Mennta- og barnamálaráðuneytið, sveitarfélög og fagfélög iðn- og starfsgreina. Þetta er einstakt tækifæri til að skoða námsleiðir framhaldsskólana, kynnast iðngreinum, spjalla við nemendur skólanna og jafnvel prófa handtökin sjálf.
Á fjölskyldudegi, lokadegi mótsins, verður skemmtileg dagskrá í boði fyrir alla fjölskylduna. Þar er lögð áhersla á að kynna mikilvægi þess að hver og einn eigi kost á því að velja sér nám við hæfi. Sérstök áhersla á Mín framtíð 2025 er á mikilvægi iðn- og verkgreina og svokallaðra Steam-greina; vísindi, tækni, verkfræði, listsköpun og stærðfræði. #mínframtíð
Stórhöfða 27 • 110 Reykjavík • Sími: 540-0160 • rafmennt@rafmennt.is • Kt. 590104-2050