Hlynur Gíslason lauk sveinsprófi í febrúar síðastliðnum aðeins 18 ára, þar með er hann yngsti próftaki sem hefur staðist sveinsprófi í rafvirkjun.

Hann hlaut því viðurkenningu frá Samtökum rafverktaka (Sart) og Félagi íslenskra rafvirkja (FÍR) í samstarfi við Johan Rönning. 

Á myndinni eru, talið frá vinstri, Kristján Daníel Sigurbergsson, framkvæmdastjóri SART, Pétur H. Halldórsson, formaður FLR og varaformaður SART, Hlynur Gíslason, sveinn í rafvirkjun, Margrét Arnarsdóttir, formaður FÍR og varaformaður RSÍ, Jón Ólafur Halldórsson formaður sveinsprófsnefndar, og Kristján Þ. Snæbjörnsson, formaður RSÍ. 

Í viðtali við Morgunblaðið 9. október 2021 var Hlynur spurður að því hvernig honum þætti að taka á móti slíkri viðurkenningu, hann svaraði því létt: „Allt í lagi svona, maður lætur sig hafa það að taka á móti henni.“

Hlynur útskrifaðist frá Fjölbrautarskólanum í Breiðholti af rafvirkjabraut í desember 2020 og fékk viðurkenningu fyrir besta árangurinn á rafvirkjabraut en einnig viðurkenningu fyrir árangur sinn í dönsku og spænsku. Hlynur lauk síðan sveinsprófinu í febrúar síðastliðnum, þá á nemasamningi hjá Veitum.

Þegar Hlynur var spurður í viðtalinu við Morgunblaðið um hvers vegna hann valdi nám í rafvirkjun sagði hann að nám í rafvirkjun væri hagnýt og nýtanleg menntun, sem hægt væri að nota víða.

 

RAFMENNT óskar Hlyni Gíslasyni velgengni í framtíðinni og öllu því sem hann mun taka sér fyrir hendur.