Útskrift Rafmenntar og afhending sveinsbréfa desember 2024.
Útskrift meistaranema, kvikmyndatækni og afhending sveinsbréfa í raf- og rafeindavirkjun voru afhend við hátíðlega athöfn á Hótel Nordica þann 20. desember.
Dagskráin var glæsileg að vanda með ræðuhöldum og afhendingu viðurkenninga fyrir góðan árangur.
Dúx í Kvikmyndatækni var Kristján Loftur Jónsson og hlaut hann verðlaun frá Stúdío Sýrlandi.
Félag Íslenskra Rafvirkja veitti Skafta Þór Einarsyni verðlaun fyrir góðan árangur í skriflega hluta sveinsprófs og Breka Gunnarssyni fyrir verklega hlutann. Breki Gunnarsson fékk einnig verðlaun frá SART fyrir heildarárangur á sveinsprófi í rafvirkjun
Verðlaun vegna góðs árangurs í sveinsprófum í rafeindavirkjun frá Félagi Rafeindavirkja hlutu Albert Snær Guðmundsson fyrir skriflegan árangur og Jakob Bjarki Hjartarson fyrir verklegan árangur. Fyrir heildarárangur á sveinsprófi í rafeindavirkjun hlaut Albert Snær Guðmundsson verðlaun frá SART.
Myndir frá athöfn má nálgast á Flickr síðu Rafmenntar.
Stórhöfða 27 • 110 Reykjavík • Sími: 540-0160 • rafmennt@rafmennt.is • Kt. 590104-2050