UTmessan er einn stærsti viðburður ársins í tölvugeiranum og hefur verið haldin árlega frá árinu 2011. Tilgangurinn er ekki síst til að sýna almenningi hversu stór og umfangsmikil þessi grein er orðin hér á landi. Á UTmessunni sést fjölbreytileiki upplýsingatækninnar og þar sést svart á hvítu að allir hafa möguleika á að starfa í tölvugeiranum. 

UTmessan - Forsíða

RAFMENNT verður með kynningarbás á UTmessunni, ásamt Rafal til að kynna þjónustu, nám og fleira sem er í boði. 

 

Laugardaginn 4. febrúar er frítt inn fyrir almenning þannig við hvetjum okkar félagsmenn til að fjölmenna á UTmessuna og auðvitað kíkja við á básnum okkar í skemmtilegt spjall.