Mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur gefið út uppfærðar leiðbeiningar til framhalds- og háskóla, í ljósi nýrra tilmæla sóttvarnarlæknis um grímunotkun í staðnámi í framhalds- og háskólum.
Í leiðbeiningunum kemur fram að mælt er með fyrir nemendur, kennara og annað starfsfólk framhalds- og háskóla að nota grímur í skólabyggingum og í öllu skólastarfi.
Athugið að grímunotkun kemur ekki í staðinn fyrir nándarreglu um minnst eins metra fjarlægð milli fólks. Hlífðargríma kemur heldur ekki í stað almennra sýkingavarna sem alltaf skal viðhafa, þ.e. handhreinsun, almennt hreinlæti og þrif á snertiflötum.
Stórhöfða 27 • 110 Reykjavík • Sími: 540-0160 • rafmennt@rafmennt.is • Kt. 590104-2050