Frá og með 1. ágúst 2021 hafa framhaldsskólar umsjón með starfsnámsnemendum í vinnustaðanámi. Framhaldsskólar annast umsýslu með gerð og staðfestingu iðnmeistara- og skólasamninga og hafa eftirlit með þeim.

 

Námssamningur er gerður á milli skóla, nemenda og fyrirtækis með nemaleyfi í viðkomandi grein.

 

Umsókn um gerð námssamnings er að finna á heimasíðu framhaldsskólanna.

 

Iðnnemar sem hafa lokið skólanámi í rafiðngreinum en eiga námssamninginn eftir er bent að hafa samband við RAFMENNT sem afgreiðir umsókn um gerð námssamnings og staðfestir í þeim tilvikum.