Nemastofa atvinnulífsins er samstarfsverkefni RAFMENNTAR fræðslusetur rafiðnaðarins og IÐUNNAR fræðsluseturs.

Markmið Nemastofu er m.a. að fjölga fyrirtækjum og iðnmeisturum sem taka nema á vinnustaðanámssamning. Aðstoða fyrirtæki og iðnmeistara við að halda uppi gæðum vinnustaðanáms og markvissri kennslu og þjálfun iðnnema á vinnustað. Nemastofa tekur einnig þátt í að kynna iðn- og starfsnám á víðum grunni.

Nemastofa atvinnulífsins er samstarfsvettvangur samtaka í atvinnulífinu um bætt vinnustaðanám og fjölgun faglærðs starfsfólks. Markmið með Nemastofu atvinnulífsins er að fjölga fyrirtækjum og iðnmeisturum sem taka nema á vinnustaðanámssamning. Með tilkomu Nemastofu atvinnulífsins eykst yfirsýn yfir fjölda nemenda í vinnustaðanámi auk þess sem aðgengi nemenda að starfsnámi verður bætt og einfaldað.

Stofnun Nemastofu atvinnulífsins að viðstöddum ráðherra var haldin í dag 5. apríl 2022 í húsnæði IÐUNNAR fræðsluseturs.

 

Hildur Elín Vignir, framkvæmdarstjóri IÐUNNAR opnaði hátíðina.

Sigurður Hannesson framkvæmdarstjóri SI og Ásmundur Einar Daðason mennta og barnamálaráðherra fluttu ávörp.

 

Samkomulag milli Mennta- og barnamálaráðuneytis og Nemastofu var undirritað af Þór Pálssyni, framkvæmdarstjóra RAFMENNTAR, Ásmundi Einari Daðasyni mennta- og barnamálaráðherra og Hildar Elínar Vignir, framkvæmdarstjóra IÐUNNAR.

Viðstaddir hátíðina voru framafólk í iðnaði og atvinnulífinu. 

Hvatningaverðlaun Nemastofu atvinnulífsins eru veitt fyrirtækjum sem hafa náð góðum árangri í þjálfun og kennslu nema á vinnustað og eru almennt góðar fyrirmyndir sem lærdómsfyrirtæki í viðkomandi faggreinum.

Hvatningaverðlaun Nemastofu atvinnulífsins 2022 hlutu fyrirtækin: Tímadjásn, bílaumboðið BL og TG raf

Að lokum var heimasíða Nemastofu atvinnulífsins (nemastofa.is) formlega opnuð af Mennta- og barnamálaráðherra.

 

Hér má sjá fleiri myndir frá viðburðinum