Síðsumarsráðstefna RAFMENNTAR 2021 var haldin 12. - 13. ágúst, kennurum í rafiðngreinum var boðið til að bera saman bækur og fræðast um nýjungar í faginu. 

Þór Pálsson framkvæmdarstjóri RAFMENNTAR setti ráðstefnuna og kynnti nýtt verkefni um gerð kennslumyndbanda sem er í vinnslu hjá RAFMENNT. 

Dagskráin var fjölbreytt 

Jón Ólafur formaður sveinsprófsnefndar sterkstraums kom og kynnti niðurstöður sveinsprófana í júní 2021

Haukur Eiríksson var með erindi um kennslu í fjarnámi og gagnlegar lausnir í því.

Magni Magnússon hélt erindi um notkun smáforrita í kennslu og hugmyndir af smáforritum sem hann og aðrir gætu notað. 

Flemming Madsen fór yfir námsmat í verklegu námi 

Hildur Hrönn Oddsdóttir frá Menntamálastofnun kynnti stöðuna á ferilbókinni, fór yfir viðmót hennar og framtíð

Þór Pálsson endaði ráðstefnuna og ræddi um þjónustu RAFMENNTAR við skóla vegna vinnustaðanáms. 

 

Ófeigur Sigurðsson var heiðraður og þakkað fyrir störf sem kennari og leiðbeinandi hjá RAFMENNT í meira en 30 ár.

Myndir frá Síðsumarsráðstefnu RAFMENNTAR