RAFMENNT hefur hlotið viðurkenningu Menntamálastofnunar sem fræðsluaðili til næstu þriggja ára.
Samkvæmt 7. gr. laga nr. 27/2010 um framhaldsfræðslu veitir ráðherra, eða aðili sem hann felur það verkefni, fræðsluaðilum viðurkenningu til þess að annast framhaldsfræðslu.
Í slíkri viðurkenningu felst staðfesting á að starfsemi fræðsluaðilans uppfylli, á þeim tíma sem viðurkenningin er veitt, almenn skilyrði laganna og reglna sem settar eru með stoð í þeim.
Listi yfir fræðsluaðila sem hlotið hafa formlega viðurkenningu ráðuneytisins og annast raunfærnimat, náms- og starfsráðgjöf og námskeiðahald í framhaldsfræðslu er birtur á vef Menntamálastofnunar.
Stórhöfða 27 • 110 Reykjavík • Sími: 540-0160 • rafmennt@rafmennt.is • Kt. 590104-2050