Á dögunum sótti RAFMENNT fræðslusetur, með dyggum stuðningi frá Félagi tæknifólks og öðrum hagaðilum, um styrk til gerðar kennsluefnis í öryggisfræðum vegna uppsetningar á sviðsbúnaði á viðburðum, í kvikmyndageiranum og sviðslistum. Sótt var um nýsköpunar- og þróunarstyrki hjá Fræðslumiðstöð Atvinnulífsins til gerðar námsefnis sem nýst gæti og hlaut verkefnið þriggja milljón króna styrk.
Áætlaður heildarkostnaður verkefnisins hljóðar uppá um 20 milljónir króna en tímarammi þess er tvö ár. Á þeim tíma verður lögð áhersla á þróun námsefnis, tilraunakennslu, þróun vottunarferlis, kynningarmál og dreifing niðurstaðna.
Verkefnið er hluti af Öryggispassa RAFMENNTAR sem hefur hlotið góðar viðtökur í rafgreinunum.
Námið kemur til með að byggja á réttindavottun PLASA í Bretlandi, samhliða gerð námsefnis verður unnið að öflun kennsluréttinda fyrir leiðbeinendur hér á landi.
Námskeiðin eru ætluð tæknifólki á hæfniþrepum tvö og þrjú sem starfar við uppsetningu sviðsbúnaði á viðburðum, í kvikmyndageiranum og sviðslistum.
Ætlunin er að þróa tvær námsleiðir sem samanstanda af bóklegum og verklegum þáttum þar sem skýr tengsl við atvinnulífið verður komið á. Námið verður annarsvegar kennt í fjarnámi og hinsvegar í staðnámi, þar sem námið byggir á verklegri þjálfun. Við námslok eru gerðar skilgreindar kröfur um færni. Námið er byggt upp með þarfir atvinnulífsins og einstaklinganna að leiðarljósi.
Helstu námsþættir:
Námið er ætlað öllum þeim sem starfa við hönnun og uppsetningum á sviðsbúnaði í leikhúsum, viðburðarhúsum, tækjaleigum, kvikmyndageiranum, við sjónvarps- og þáttagerð auk ábyrgðaraðila viðburða- og kvikmyndaverkefna.
Samhliða þróun námsleiðanna verður unnið að stefnumótun í greinunum með það að markmiði að ýta undir góða vinnuhætti í faginu og um leið skapa grundvöll fyrir skýrt úttektar- og eftirlitsferli.
Stórhöfða 27 • 110 Reykjavík • Sími: 540-0160 • rafmennt@rafmennt.is • Kt. 590104-2050