Kvikmyndatækni er metnaðarfullt nám þar sem áhersla er lögð fyrst og fremst á tæknistörf við kvikmyndagerð, undirbúning, tökur og eftirvinnslu.
Heildarlengd námsins er fjórar annir. Kennt verður haust 2023 og vor, sumar og haust 2024.
Námið er byggt upp í góðu samstarfi við atvinnulífið og kennarahópurinn og gestafyrirlesarar eru fagólk úr kvikmyndabransanum. Kennslan fer að mestu fram í húsakynnum Stúdíó Sýrlands sem er framkvæmdaraðili námsins fyrir hönd RAFMENNTAR.
Hver og einn árgangur vinnur eins og framleiðslufyrirtæki, þar sem allar hliðar kvikmyndagerðar koma við sögu. Hvort sem um er að ræða tökumenn, klippara, ljósamenn eða grippara, þá fá nemendur að kynnast ,,hands on" vinnu við hvert skref. Framleiðslan felur m.a. í sér vinnu við bíómyndir, sjónvarpsefni, tónlistarmyndbönd, auglýsingar, fréttir og beinar útsendingar.
Takmarkaður nemendafjöldi er tekinn inn á hverju ári til að tryggja að nemendur fái sem mest út úr náminu.
Námið er lánshæft hjá Menntasjóði námsmanna.
Skólagjöld hverrar annar er 300.000.-
Nánar um námið má finna á vefsíðunni kvikmyndatækni.is
Stórhöfða 27 • 110 Reykjavík • Sími: 540-0160 • rafmennt@rafmennt.is • Kt. 590104-2050