Nýtt námskeið í samstarfi við endurmenntun Hí, Lestur ársreikninga

Námskeiðinu var frestað frá október til nóvember

Ný dagsetning er 19. - 20.nóvember kl 9:00 - 12:00

Samkomulagið gerir það að verkum að hægt er að bjóða félagsmönnum RSÍ og SART, sem greitt er af í menntasjóð, námskeiðið á 11.000 kr en fullt verð er 43.900 kr.

Ársreikningar félaga koma mikið við sögu í efnahagslífinu og efni þeirra snertir líf margra beint og flestra annarra óbeint. Hvaða boðskap flytja ársreikningar okkur? Gefa þeir trúverðuga mynd af starfsemi viðkomandi félaga?

Á námskeiðinu er fjallað um:

• Grunnhugtök, -reglur og forsendur reikningsskila.
• Uppbyggingu ársreiknings. Samhengið milli einstakra kafla.
• Regluverkið sem ársreikningar skulu hlíta. Ábyrgð á efni þeirra og framsetningu.
• Óvissu og matskenndar stærðir. „Skapandi“ reikningsskil.
• Samstæðureikningsskil. Kynning á eðli þeirra.
• Nokkrar algengustu kennitölur sem reiknaðar eru á grundvelli ársreikninga.

 

Námskeiðið er haldið í húsnæði Endurmenntunar Hí að Dunhaga 7

Kennari: Bjarni Frímann Karlsson, f.v lektor við Viðskiptafræðideild HÍ

Nánar og skráning