LED námskeið sem var á dagskrá 7. apríl hefur verið frestað til 28. apríl

Fjarkennsla

Kl: 8:30 - 17:00

Kennari: Rósa Dögg Þorsteinsdóttir

Á námskeiðinu verður farið ítarlega í þá ljóstæknilegu þætti sem þarf að hafa í huga við val á LED ljósgjöfum s.s ljósmagn, litarhitastig og litarendurgjöf. Einnig verður farið yfir hvað skal hafa í huga þegar LED er valið í ákveðin rými eins og verslanir, skóla, skrifstofur, heimili, útilýsingu, söfn, íþróttahús o.fl.

Námskeiðið er hugsað fyrir þá sem þurfa að taka upplýstar ákvarðanir með innkaup eða sölu á LED lömpum t.d sölumenn lampabúnaðar, arkitekta, hönnuði, verkfræðinga, verktaka, umsjónarmenn fasteigna og almennt þá sem vilja kynnast nýjungum sem LED ljóstæknin hefur í för með sér.

Skráning