Rafmennt hefur undanfarna mánuði tekið á móti 9. bekkingum frá grunnskólum höfuðborgarsvæðisins og eru nemendur um 140 talsins en heimsóknir standa út apríl.
Tilgangur heimsóknarinnar er að kynna nemendum fyrir þeim fjölbreyttu störfum innan rafiðnaðarins. Verkefnin eru af ýmsum toga en þau fá að setja saman vasaljós með því að lóða saman íhluti og taka svo með sér heim.
Einnig er farið í ídrátt tengingar í tengidósir loftljóss og rofa, tengingar samrofa og krossrofa með banjósnúrum og fræðsla um loftstýringar með því að tengja einfalda stýringu. Að lokum eru þau kynnt fyrir húsarafmagni og læra um rafmagnstöflu í heimahúsum og hússtjórnunarkerfum og fá að líta í verkfæratösku rafvirkja.
Stórhöfða 27 • 110 Reykjavík • Sími: 540-0160 • rafmennt@rafmennt.is • Kt. 590104-2050