Fimmtudaginn 27. apríl kl: 12:00 - 12:30 verður haldin fræðslu- og kynningarfundur í húsnæði RAFMENNTAR á Stórhöfða 27 (gengið inn Grafarvogsmeginn) og í beinu streymi á Teams á sama tíma.
G. Orri Rósenkranz kemur með örfyrirlestur og útskýringar á CRI eða litaendurgjöf, hann er Lýsingarfræðingur að mennt og býr yfir 20 ára reynslu í faginu.
Litaendurgjöf er mælieining sem segir okkur til um gæði lita ljósgjafa samanborið við dagsljósið. Í þessum örfyrirlestri ætlum við að stilka á stóru og skoða afhverju þetta skiptir máli, hvað þarf að varast, hvernig þetta er mælt og hver helstu hugtök eru þegar kemur að vali ljósgjafa.
Hentar öllum þeim sem hafa áhuga að skilja nánar CRI og sérstaklega þeim sem kunna að standa fyrir vali á ljósgjöfum þar sem litagæði skipta máli.
Stórhöfða 27 • 110 Reykjavík • Sími: 540-0160 • rafmennt@rafmennt.is • Kt. 590104-2050