Fræðslu- og kynningarfundur um markmiðasetningu

Í hádeginu 10. desember 12:05- 13:00

 

Nú styttist í áramótin og áramótaheitin en flest höfum við sett okkur markmið sem við náum svo aldrei, gefumst upp eða bara hreinlega gleymum. Erum við kannski að setja of háleit markmið eða gerum við þetta kannski ekki rétt?

Við munum fá til okkar Halldísi Guðmundsdóttur sem á og rekur innflutningsfyrirtækið Alvin en hún gaf nýverið út bókina MARKMIÐ.

 

Halldís mun meðal annars fara yfir hvað er mikilvægast að hafa í huga þegar kemur að því að setja sér markmið og hvernig hægt er að komast hjá því að gefast upp.

Hún mun fara yfir hvernig hún nýtti markmiðasetningu við gerð bókarinnar, aðdragandann að henni og ferlið í kringum bókina. Að lokum kynnir hún bókina og uppsetningu hennar en bókinni er ætlað að aðstoða lesandann við markmiðasetningu.

 

Þetta er fyrirlestur sem gæti breytt lífi þínu.

Fræðslu- og kynningarfundinum verður streymt á rafmennt.is/streymi