Það verður haldin formleg afhending sveinsbréfa í rafeinda-, raf-, rafveitu- og rafvélavirkjun með tilheyrandi hátíðarhöldum helgina 27. - 28. maí. 

Afhending Sveinsbréfa á Akureyri fer fram föstudaginn 27. maí á veitingastaðnum Hofi (efri hæð) kl. 17:00. 

Afhending sveinsbréfa í Reykjavík fer fram laugardaginn 28. maí á Grandhótel Gullteig frá kl. 15.00-17.00.

 

Dagskráin verður glæsileg með ræðuhöldum og afhendingu viðurkenninga fyrir góðan árangur.