Þann 5. október 2023 tók RAFMENNT á móti höfðinglegri gjöf frá ABB og Rafport vegna sveinsprófa í rafvirkjun. Gjöfin samanstóð af töflubúnaði sem nýtist sveinsprófstökum í sveinsprófi og var meðal annars: Sjálfvör bæði ein- og þriggja fasa, bilunarstraumsrofar, stuðstraumsrofar og þriggja fasa varrofar.
RAFMENNT þakkar kærlega fyrir gjöfina sem á eftir að nýtast vel í komandi sveinsprófum.
Stórhöfða 27 • 110 Reykjavík • Sími: 540-0160 • rafmennt@rafmennt.is • Kt. 590104-2050