ATH. Áríðandi tilkynning til próftaka í Reykjavík
Þetta á eingöngu við þau sem eiga eftir að koma í Raflagnateikningu, Mælingar og Verklega prófið í sveinsprófinu núna í febrúar 2023.
Vegna veðurviðvörunar að morgni 7. febrúar 2023 hefur verið ákveðið að færa prófið í Raflagnateikningu til kl: 13:00-16:00 (lengri próftími 13:00-16:30) þann 7. febrúar.
Breytingarnar hafa áhrif á dagsetningar bæði í Mælingarprófunum sem áttu að vera eftir hádegi þann 7. febrúar og einnig hjá einhverjum í verklega prófinu.
Próftakar fá sendan tölvupóst með upplýsingum, vinsamlega farið vel yfir ykkar dagskrá og athugið hvort hún hafi breyst.
Stórhöfða 27 • 110 Reykjavík • Sími: 540-0160 • rafmennt@rafmennt.is • Kt. 590104-2050