Ákvæðisvinna rafiðnaðar 🔧
09.apr 2024
Rafmennt kynnir nýtt námskeið!
Ákvæðisvinna rafiðnaðar er námskeið sem kynnir nýja útgáfu af ákvæðisvinnukerfi rafiðnaði (á
www.ar.is) og þær breytingar sem hafa verið gerðar frá fyrri útgáfu.
Fyrirhugað er að taka nýju útgáfuna í notkun um mánaðarmótin maí-júní og námskeiðið er aðallega hugsað fyrir notendur núverandi útgáfu kerfisins sem fellur úr notkun með tilkomu nýju útgáfunnar. Námskeiðið mun þó einnig nýtast þeim sem ekki hafa notað ákvæðisvinnukerfið en vilja kynnast því og nýjum möguleikum til að útbúa tilboð í kerfinu.
Hægt er að sækja námskeiðið bæði í staðkennslu og fjarkennslu.
Skráning og nánari upplýsingar
hér!