Afhending sveinsbréfa fór fram við hátíðlega athöfn á Hilton Reykjavík Nordica laugardaginn 7. september 2024.
Alls voru 100 nemendur úr rafiðngreinum sem fengu sveinsbréfin sín afhent en það eru 96 nemendur í
rafvirkjun og 4 í rafveituvirkjun.
Verðlaun vegna góðs árangurs á sveinsprófum rafvirkja í júní 2024 hlutu Marteinn Eiríksson fyrir verklegan
hluta og Jón Ægir Sigmarsson fyrir skriflegan hluta.
Myndir frá athöfn má nálgast á Flickr síðu Rafmenntar.
Marteinn Eiríksson fær afhent verðlaun frá Guðmundi Ævari Guðmundssyni
fyrir góðan árangur á verklega hluta sveinsprófs í rafvirkjun í júní 2024.
Stórhöfða 27 • 110 Reykjavík • Sími: 540-0160 • rafmennt@rafmennt.is • Kt. 590104-2050