Farið er í helstu störf kvikmyndagerðar og lögð áhersla á marga og ólíka þætti innan kvikmyndageirans. Farið er í umhverfi og skilyrði í kvikmyndageiranum bæði hér heima og erlendis. Farið í skipulag á tökustað, hvernig mismunandi deildir vinna saman og hvernig tökur eru skipulagðar út frá handriti. Handrit verður brotið upp og rýnt. Farið er í notkun kvikmyndatökuvélarinnar og lýsingu á tökustað. Farið er í grundvallarþætti kvikmyndatöku, lýsingu, hljóðupptöku o.s.frv. og upptökur á kvikmyndatökuvélar, linsur og önnur tæknileg atriði varðandi tökuvélina. Einnig er farið í helstu þætti varðandi kvikmyndalýsingu og upptöku á hljóði.
Framhald af áfanganum Kvikmyndagerð 1. Farið er í handritalæsi og mismunandi form á kvikmyndagerð. Skoðaðir eru mögulegir miðlar efnisins og hvert er líklegt að sú þróun haldi og skoðuð eru mismunandi efni sem þarf að miðla. Farið er í helstu tegundir sjónvarpsefnis og kvikmynda, stuttmyndir, heimildamyndir og bíómyndir og ólíkar aðferðir við handritaskrif. Farið er í eðlisþætti kvikmyndahandrita. Lögð verður áherslu á öryggisatriði á kvikmynda- og sjónvarpssetti. Nemendur vinna að eigin „gæluefni” sem þeir setja fram í netmiðli í lok annar. Áhersla er lögð á eðli myndrænna frásagna. Handrit verða krufin og rýnt í kvikmyndir út frá handritum og nemendur endurgera kvikmynd út frá handriti. Í gegnum samstarfsverkefni með leiklistardeild LHÍ verður farið í tækniatriði eins og atriðaskiptingu, uppbyggingu atriða og samtala þegar tekin verður upp leikin mynd.
Framhald af áfanganum Kvikmyndagerð II. Nemendur fá handrit í hendur sem þeir brjóta upp í skotlista og skoða leiðir til að ná góðri framsetningu á stuttmynd. Skoðaðar eru möguleikar í stúdíói til lýsingar, kvikmyndatöku og vinnslu til að segja sögu handrits á sem skýrastan hátt. Nemendur skipuleggja kvikmyndatöku, hljóðupptöku og lýsingu ásamt allri myndatökuvinnu. Síðan er farið með efnið í klippiherbergið og það unnið þar til komið er fullbúið verk með litgreiningu, hljóði og effectum eins og handrit krefst.
Stórhöfða 27 • 110 Reykjavík • Sími: 540-0160 • rafmennt@rafmennt.is • Kt. 590104-2050