Nemendur læra hvernig beita skal hljóðupptökubúnaði við upptökur. Gerðir og staðsetning hljóðnema fyrir mismunandi aðstæður kynntar sem og hvernig ber að stilla upptökutæki rétt til að hámarka hljóðgæði upptöku. Farið er yfir hvernig hljóð berst um rými og hvernig má stýra því. Nemendur læra hvernig ber að merkja og flokka tökur til eftirvinnslu. Nemendur læra hvernig beita má einföldum klippingum, hljóðeffektum og mixaðferðum við eftirvinnslu til að skila af sér viðunandi niðurstöðu hvað sync og skýrleika varðar.
Áframhaldandi kennsla á upptöku- og hljóðvinnsluforrit. Farið er yfir skipulag og undirbúning fyrir tökur á setti. Farið er yfir uppsetningu búnaðar og aðstöðu og hvernig má hámarka gæði upptöku. Farið er yfir hvernig skal bera sig að við upptökur.
Eftirvinnsla kvikmynda er skoðuð með tilliti til hljóðvinnslu. Farið yfir skipulag og undirbúning hljóðvinnslu og eftirvinnslu hljóðs fyrir mynd. Farið yfir staðla sem snúa að hljóði fyrir kvikmyndir. Aðferðir við betrun hljóðs eru skoðaðar eins og ADR og Foley.
Nemendur taka upp hljóð í sínu lokaverkefni og vinna það út frá þeirri þekkingu sem þeir hafa aflað sér í fyrri áföngum. Nemendur fái innsýn inn í surround hljóð og læri að vinna með það í hljóðupptöku og eftirvinnslu. Nemendur hljóðsetja kvikmynd með öllum tiltækum aðferðum eins og við á og ganga frá því inn á kvikmyndina.
Stórhöfða 27 • 110 Reykjavík • Sími: 540-0160 • rafmennt@rafmennt.is • Kt. 590104-2050