Verkefnið „Ertu í mynd?“ er unnið að frumkvæði Félags tæknifólks í rafiðnaði (FTR) og Rafmenntar í samstarfi við Stúdíó Sýrland.
Raunfærnimatið „Ertu í mynd?“ er tekur mið af viðurkenndri námskrá í kvikmyndatækni (2020) sem kennd er hjá Stúdíó Sýrlandi fyrir hönd Rafmenntar. Markmiðið er að þátttakendur sem fara gegnum raunfærnimat fá staðna áfanga metna til eininga samkvæmt námsskrá í kvikmyndatækni. Eftir að raunfærnimatið liggur fyrir geta þátttakendur nýtt upplýsingarnar til að styrkja stöðu sína á núverandi vinnustað, til að sækja sér frekari menntun á sínu sviði eða þegar sótt er um nýtt starf til að sýna færni vegna verkefna.
Tilgangurinn með raunfærnimatinu „Ertu í mynd?“ er að kortleggja færni og þekkingu þátttakenda.
Í lok raunfærnimats kemur í ljós hver staða einstaklinga er gagnvart náminu. Ef öllum námsþáttum er fullnægt fá einstaklingar burtfaraskírteini í Kvikmyndatækni frá Stúdíó Sýrlandi og þeir sem ekki uppfylla alla námsþætti er gert mögulegt að ljúka þeim síðar.
Námskrá í kvikmyndatækni (2020)
Stórhöfða 27 • 110 Reykjavík • Sími: 540-0160 • rafmennt@rafmennt.is • Kt. 590104-2050