Raunfærnimat í Lýsingartækni

Verkefnin „Ertu í ljósi?“ er unnið að frumkvæði Félags tæknifólks í rafiðnaði (FTF)  og RAFMENNTAR.

Verkefnið er hluti af Leonardo verkefninu REVOW – Viðurkenning á gildi starfa og er unnið með styrk frá  Starfsmenntaáætlun Evrópusambandsins og Starfsmenntaráði. 

Skráning

Ekki verður boðið upp á raunfærnimat í Lýsingartækni vor 2025

 

Almennar upplýsingar um raunfærnimat í lýsingartækni:

Raunfærnimat í þessu verkefni var haldið í fyrsta skipti á vorönn 2016 og fer á móti viðmiðum sem eru búin til í atvinnulífinu.

Í þessu verkefninu fer raunfærnimat á móti færnikröfum sem búin voru til af faghópi sem samsettur var af einstaklingum úr ólíkum greinum viðburðarlýsingar og hópi stjórnenda. Færni einstaklinga sem starfa við viðburðarlýsingu var kortlögð út frá þeim verkefnum og þeirri hæfni sem þarf til að sinna starfinu.

Tilgangur og markmið:

Tilgangurinn með raunfærnimatinu „Ertu í ljósi?“ er að kortleggja færni og þekkingu þátttakenda. 

Markmiðið er að eftir að raunfærnimatið liggur fyrir geta þátttakendur nýtt upplýsingarnar til að styrkja stöðu sína á núverandi vinnustað, til að sækja sér frekari menntun á sínu sviði, þegar sótt er um nýtt starf eða til að sýna færni vegna verkefna.

Eftir að raunfærnimatinu er lokið fá þátttakendu skjal þar sem færni þeirra og þekking er staðfest.

 

Verkefnastjóri og náms- og starfsráðgjafi RAFMENNTAR fylgja þér eftir í gegnum allt ferlið

Þátttakendur í raunfærnimati skrá sig rafrænt í gegnum Innu. Eftir að umsóknarfresti lýkur mæta þátttakendur á kynningarfund þar sem verkefni í raunfærnimatsferlinu eru kynnt.

Verkefnastjóri lýsingartækni og hljóðtækni

Ingi Bekk

Sími: 5400169

Netfang: ingi(hjá)rafmennt.is

Náms- og starfsráðgjafi

Alma Sif Kristjánsdóttir

Sími: 5400171

Netfang: almasif(hjá)rafmennt.is

Eyðublöð og nánari upplýsingar:

  • Gátlisti fyrir raunfærnimatið í "Ertu í ljósi?" er í vinnslu.
  • Færnimappa