Námskeið í samstarfi við Vinnuverndarnámskeið ehf.

Áfangaheiti: VIVE01GRUNN

Námskeiðið fjallar um grundvallaratriði í starfsumhverfi og vinnuskipulagi til að stuðla að öryggi og vellíðan starfsfólks. Námskeiðið er hugsað fyrir allt starfsfólk vinnustaða til að allir hafi breiða almenna þekkingu á vinnuvernd og öryggismálum. Fjallað verður um það sem lög og reglugerðir segja að allir vinnustaðir verði að uppfylla.

Á námskeiðinu verður farið yfir það sem skiptir mestu máli á stuttan og snarpan máta, m.a. verður fjallað um:

  • Vinnuverndarstarf sem þarf að fara fram á öllum vinnustöðum
  • Skipan og hlutverk öryggisnefnda, öryggistrúnaðarmanna og öryggisvarða
  • Skipulag og kröfur varðandi áhættumat starfa
  • Hvaða vinnuslys á að skrá og tilkynna
  • Helstu forvarnir vegna vinnuslysa
  • Sálfélagslegt áhættumat, stefnu og viðbragðsáætlun vegna eineltis og áreitni
  • Líkamlegt álag, hávaða, loftræstingu og meðferð hættulegra efna

Þátttakendur fá send námsgögn í tölvupósti, linka á bæklinga sem þeir lesa og 7 fyrirlestra, samtals um 40 mín. sem þeir horfa á. Að lokum taka þátttakendur stutt krossapróf úr efninu.

Námskeiðið fer fram í fullu fjarnámi. Það er hægt að byrja og læra þegar fólk vill. 


Í umsóknarferlinu birtist RSÍ endurmenntunarverð námskeiða.

Fullt verð: 19.700 kr

RSÍ endurmenntun: 6.895 kr

Áður en þú sendir inn umsóknina merkirðu við hvort þú tilheyrir öðrum verðflokkum og er verðinu breytt handvirkt skv. því í innrituninni


Flokkar: Almenn námskeið
Heiti námskeiðs Dags. Kennarar Tími Staðsetning RSÍ endurmenntun Skráning
Vinnuvernd 101 06. jan 2025 - 30. jún 2025 Alltaf opið 6.895 kr. Skráning