Áfangaheiti: HLJS16UML
 
Þetta 2 daga „masterclass“ námskeið í upptöku og vinnslu umhverfishljóðs nær yfir 2 ólíka daga.
Á degi 1 verða tekin upp hljóð í náttúrunni þar sem þátttakendur eru hvattir til að tilgreina áhugaverða
staði til hljóðupptöku. Hópurinn mun fá praktíska reynslu af því sem þarf til að fanga hágæða upptökur
utandyra þar með talið búnaðarval, uppsetningu, hljóðnemauppsetning o.fl.
 
Á degi 2 verður farið í kenningar og hagnýt ferli við vinnu með upptöku- og hljóðvinnslubúnaðinn.
Mörg dæmi verða spiluð til að undirstrika hugmyndina. Við munum nýta þessa þekkingu til tónlistarupptöku
í þrívíddarhljóði (aðallega akústíska tónlist). Ennfremur munum við fara yfir blöndunaraðferðir af
popp/rokk/djass o.s.frv. tónlist sem samanstendur af mónó eða steríó frumefni, þessa dagana oft kallaðir "stemmar".
Fjallað verður um dramatúrgískar hliðar hljóðblöndunar með þessum hætti. Nokkur dæmi af Blueray efni
(þar á meðal kvikmyndum) og gegnum streymi verða kynnt með umræðum í kjölfarið. Við munum einnig
skoða nokkra hagnýta þætti í því að vinna innan Dolby Atmos.

Kennari námskeiðsins Florian Camerer gekk til liðs við Austrian Broadcasting Corporation (ORF) árið 1990. Árið 1995 gerðist hann hljóðverkfræðingur („Tonmeister“) aðallega í framleiðslu hljóðs og eftirvinnslu. Árið 1993 byrjaði Camerer að fá áhuga á fjölrásaupptöku. Hann blandaði fyrstu dagskrá ORF í Dolby Surround („Arctic Northeast“) og hefur síðan þá tekið þátt í öllum þáttum fjölrásaupptökum hjá ORF. Síðan haustið 2008 hefur Camerer verið formaður EBU hópsins PLOUD og hefur tekist að innleiða normaliseringu hljóðstyrks í stað hámarksjöfnunar í Evrópu. Hann heldur fyrirlestra á alþjóðlegum grunni, sérstaklega í dramatúrgískum þáttum umhverfishljóðframleiðslu, um hljóðnema fyrir uptöku "surround" hljóðs og alla þætti hljóðstyrks í framleiðslu, dreifingu og útsendingu. Nýlega hefur hann sérhæft sig í "Immersive Audio" og "Next Generation Audio" (NGA) og stækkar nálgun sína frá tvívíðu umhverfishljóði í þrívídd. Camerer er virkur meðlimur í AES (Audio Engineering Society), þar sem hann er formaður útvarpsdeildar fyrir fjölda Evrópuþinga.


Í umsóknarferlinu birtist RSÍ endurmenntunarverð námskeiða.


Fullt verð: 79.000.- kr


RSÍ Endurmenntun: 27.650.- kr

Áður en þú sendir inn umsóknina merkirðu við hvort þú tilheyrir öðrum verðflokkum og er verðinu breytt handvirkt skv. því í innrituninni


Flokkar: Tæknifólk