Námskeið í samstarfi við Iðuna

Þetta námskeið er fyrir iðnmeistara og starfsmenn verktakafyrirtækja sem þurfa að gera tilboð í verkefni og verkhluta. Fjallað er um lög og reglur um útboð og ÍST 30, almenna útboðs- og samningsskilmála um verkframkvæmdir. Farið er yfir magntölur og magntöku einstakra verkþátta. Fjallað er um einingaverð og útreikning þeirra. Farið yfir tilboðsskrár og tilboðsgerð. Á námskeiðinu eru unnin nokkur verkefni úr hverjum þætti þess.


Í umsóknarferlinu birtist RSÍ endurmenntunarverð námskeiða.

Fullt verð: 45.000 kr

RSÍ endumenntun: 15.750 kr

Áður en þú sendir inn umsóknina merkirðu við hvort þú tilheyrir öðrum verðflokkum og er verðinu breytt handvirkt skv. því í innrituninni


Flokkar: Almenn námskeið