Námskeið í samstarfi við Vinnuverndarnámskeið ehf.
Áfangaheiti: VIVE02SVEÁ
Hvað er sálfélagslegt vinnuumhverfi? Hvernig er hægt að gera áhættumat vegna sálfélagslegs vinnuumhverfis? Hvað er einelti og áreitni? Vinnuverndarlögin nr. 46/1980 og reglugerð um einelti og áreitni á vinnustað nr. 1009/2015 eru kynnt. Hverjir verða fyrir einelti og áreitni? Hvað geta vinnustaðir gert til að fyrirbyggja einelti og áreitni. Fjallað er um mikilvægi þess að taka markvisst á slíkum málum komi þau upp. Einnig verður sýnd og fjallað um vandaða “stefnu og viðbragðsáætlun” vegna eineltis og áreitni.
Fyrir hverja er námskeiðið?
Alla sem vilja öðlast meiri þekkingu á sálfélagslegu vinnuumhverfi, einelti, áreitini og áhættumati vegna slíkra mála.
Ávinningur
Aukin þekking á sálfélagslegu vinnuumhverfi, einelti og áreitni, frekari tækifæri til að koma í veg fyrir að slík mál komi upp.
Í umsóknarferlinu birtist RSÍ endurmenntunarverð námskeiða.
Fullt verð: 21.600 kr
RSÍ endurmenntun: 7.560 kr
Áður en þú sendir inn umsóknina merkirðu við hvort þú tilheyrir öðrum verðflokkum og er verðinu breytt handvirkt skv. því í innrituninni
Heiti námskeiðs | Dags. | Kennarar | Tími | Staðsetning | RSÍ endurmenntun | Skráning |
---|---|---|---|---|---|---|
Sálfélagslegt vinnuumhverfi, einelti og áreitni | 28. apr 2025 | 13:00 - 15:00 | Google Meet | 7.560 kr. | Skráning |
Stórhöfða 27 • 110 Reykjavík • Sími: 540-0160 • rafmennt@rafmennt.is • Kt. 590104-2050