Áfangaheiti: STÝR08ROBOT
Kennt er á þjarka frá Fanuc.
Nemendur taka fyrstu skrefin í heimi forritunar á þjörkum.
Farið verður yfir uppbyggingu forrita og hvernig byggja má upp sjálfvirk kerfi sem stjórnað er með þjarka.
Nemendur búa til nokkur einföld forrit þar sem helstu grunnatriði forritunar eru prófuð.
Það er gert í þjarka hermi sem er tölvuforrit frá Fanuc og heitir Roboguide. Í lok námskeiðisins er forrit tekið niður á USB minnislykil sem er hlaðið inn á raunverulegan þjark af gerðinni Fanuc LR-Mate 200iD/4S.
Forkröfur/undanfari:
Góð almenn tölvuþekking, þátttakendur þurfa ekki að þekkja til forritunar eða hafa forritað áður
Í umsóknarferlinu birtist RSÍ endurmenntunarverð námskeiða.
Fullt verð | 31.200 |
SART | 26.520 |
RSÍ endurmenntun | 10.920 |
Er í meistaraskóla | 6.240 |
Áður en þú sendir inn umsóknina merkirðu við hvort þú tilheyrir öðrum verðflokkum og er verðinu breytt handvirkt skv. því í innrituninni
Stórhöfða 27 • 110 Reykjavík • Sími: 540-0160 • rafmennt@rafmennt.is • Kt. 590104-2050