Áfangaheiti: HLJS08PROTOOLS I

Farið er yfir grunnatriði Avid Pro Tools og stafrænna hljóðvinnsluforrita almennt (DAW).
Þáttakendur fá að kynnast hvernig þessi forrit eru almennt hugsuð og hvernig þau virka.
Fjallað er um hvernig á að setja forritið upp og tengja við hljóðviðmót (Audio interface)
Farið er í grunnatriði varðandi að taka upp, klippa (edit) og hljóðblanda (mix) inn í Pro Tools
umhverfinu. Einnig er farið í hvernig unnið er með MIDI og sýndarhljóðfæri (Virtual Instruments).
 
Áhersluatriði
• Flæði merkis (Signal flow)
• Upptaka (Recording)
• MIDI og sýndarhljóðfæri (Virtual Instruments)
• Klipping (Edit)
• Hljóðblöndun (Mixing)
 
Námskeið fyrir byrjendur en ágæt tölvukunnátta nauðsynleg
 
Hentar vel fyrir Podcast upptökur, léttar tónlistarupptökur, kennslumyndbönd.
 
Kennari er Kristinn Sturluson.


 

Í umsóknarferlinu birtist RSÍ endurmenntunarverð námskeiða.


Fullt verð: 38.000 kr

RSÍ endurmenntun: 13.300 kr


Áður en þú sendir inn umsóknina merkirðu við hvort þú tilheyrir öðrum verðflokkum og er verðinu breytt handvirkt skv. því í innrituninni

Flokkar: Tæknifólk