Áfangaheiti: ALMN04PERST

 

Stjórnendur og starfsmenn þurfa að vera meðvitaðir um hvernig reglur varðandi persónuvernd hafa áhrif á starfsumhverfi þeirra og að hverju þarf að huga sérstaklega í því sambandi.

 

Persónuvernd fyrir stjórnendur er námskeið þar sem er farið reglur, réttindi og skyldur stjórnenda og starfsmanna um persónuvernd og hvaða áhrif þau hafa á starfsumhverfi og hvað þarf að hafa í huga.

 

Farið verður yfir almenna þætti persónuverndar og ábyrgð, skilgreiningar á persónuupplýsingum, meginreglur persónuverndar, viðbrögð við persónubrotum, skyldur við hinn skráða, skipulagslegar og tæknilegar ráðstafanir við vinnslu persónuupplýsinga ásamt innbyggðri og sjálfgefinni persónuvernd.

 

Námskeiðið hentar meisturum með rekstur, stjórnendum og starfsfólki sem koma að ákvarðanatöku innan fyrirtækja.


Námið er kennt í staðkennslu í húsi Rafmenntar, Stórhöfða 27.

 


Í umsóknarferlinu birtist RSÍ endurmenntunarverð námskeiða.

Fullt verð: 19.400 kr

SART: 16.490 kr

RSÍ endurmenntun: 6.790 kr

Er í meistaraskóla: 3.880 kr

Áður en þú sendir inn umsóknina merkirðu við hvort þú tilheyrir öðrum verðflokkum og er verðinu breytt handvirkt skv. því í innrituninni


Flokkar: Almenn námskeið