Námskeið í samstarfi við Vinnuverndarnámskeið ehf.
Áfangaheiti: ÖRYG02MENN
Miklar framfarir hafa náðst síðustu áratugi í efnislegu og tæknilegu öryggi á vinnustöðum t.d. við hönnun vinnustaða, véla og tækja. Til þess að ná lengra í öryggismálum og fækka vinnuslysum enn frekar þarf að beita nýjum aðferðum.
Það þarf að skoða sálræna og félaglega þætti í samspili við vinnuskipulag og vinnuumhverfi.
Á þessu námskeiði er gerð grein fyrir því hvernig hægt er að innleiða öryggismenningu á vinnustað, þ.e. breyta hugsun og hegðun starfsmanna og stjórnenda til langs tíma. Efnið er byggt á sænskri aðferðafræði sem kallast „Byggt á öryggi“ en gefin var út bæklingur árið 2009 með sama heiti. Hugmyndafræði „Safety II“ verður einnig kynnt.
Uppbygging
Námskeið Vinnuverndarskóla Íslands byggjast upp á vendinámi. Þegar nemendur skrá sig á námskeiðið fá þeir senda fyrirlestra og lesefni sem þeir kynna sér áður en þeir koma í kennslustofu. Nemendur mæta undirbúnir í kennslustofu. Þar byrjar kennari á því að fara stuttlega yfir aðalatriði efnisins, svo eru umræður og unnin verða verkefni.
Fyrir hverja er námskeiðið?
Námskeiðið er hugsað fyrir lengra komna í vinnuverndarmálum, t.d. öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði, verkstjóra og stjórnendur. Gert er ráð fyrir því að nemendur þekki hlutverk öryggistrúnaðarmanna og öryggisvarða og kunni góð skil á áhættumati.
Ávinningur
Þátttakendur kynnast nýrri hugmyndafræði til að auka öryggi á vinnustaðnum og fækka vinnuslysum.
Lengd
Undirbúningur heima eða á vinnustað og 2 klst. í kennslustofu.
Fjarkennslan fer fram í rauntíma í gegnum fjarfundarbúnað
Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Kjerúlf, forstöðumaður Vinnuverndarskóla Íslands. Áður en námskeiðið hefst verður opnað fyrir aðgang þátttakenda að kennslukerfi og fyrirlestrum á netinu, og er ætlast til að þátttakendur hafi kynnt sér efnið áður en farið verður í kennslustofu. Innifalið eru öll námsgögn, aðgangur að kennslukerfi og fyrirlestrum, ásamt vinnu í kennslustofu.
Í umsóknarferlinu birtist RSÍ endurmenntunarverð námskeiða.
Fullt verð 21.500 kr
RSÍ endurmenntunarverð 7.525 kr
Áður en þú sendir inn umsóknina merkirðu við hvort þú tilheyrir öðrum verðflokkum og er verðinu breytt handvirkt skv. því í innrituninni
Heiti námskeiðs | Dags. | Kennarar | Tími | Staðsetning | RSÍ endurmenntun | Skráning |
---|---|---|---|---|---|---|
Öryggismenning | 03. mar 2025 | 13:00 - 15:00 | Google Meet | 7.525 kr. | Skráning |
Stórhöfða 27 • 110 Reykjavík • Sími: 540-0160 • rafmennt@rafmennt.is • Kt. 590104-2050