Áfangaheiti: LYST08LEYÖRY

Leysis Öryggis Námskeið fyrir leysissýningar og A flokks leysa

"Laser Safety Officer (LSO)" fyrir leysissýningar og A-flokksnámskeið er aðal leysiöryggisnámskeið ILDA alþjóðafélag leysisfagfólks og framleiðenda.

Námskeiðið er fyrir einstaklinga sem starfa með leysa og við leysissýninga og sem bera ábyrgð á heildaröryggi sýningarinnar. Það fjallar ítarlega um leysis-tengd efni og öryggiskröfur. Það nær einnig yfir og uppfyllir kröfur ILDA A-flokks staðalsins fyrir leysissýningar (ILDA Category A Laser Show Standard.)

Við mælum með því að nemendur hafi raunverulega reynslu af því að vinna með sýningar leysa.

 

Heildartími námskeiðsins er um 8.5 tímar en dagskráin er svohljóðandi:

Fyrri helmingur námskeiðsins er um 3 klukkustundir af kennslu fylgt eftir með prófi sem tekur um 45 mínútur.

Í seinni hluta námskeiðsins eru einnig 3 tímar af kennslu og síðan annað próf sem tekur 75 mínútur.

 

Eftir að öllum prófum hefur verið skilað fer kennari yfir svörin.

Á þessum tíma tökum við 5 mínútna hlé á klukkutíma fresti, auk eitt lengra 30 mínútna matarhlé.

Stuttu fyrir námskeiðið eða þegar skráningu hefur verið náð mun Rafmennt senda hverjum nemanda tölvupóst með hlekknum á námskeiðshandbókina.

 

Eins og getið er hér að ofan er próf í tveimur hlutum.

  • Ef þú stenst prófið færðu fullnaðarskírteini þar sem fram kemur að þú hafir sótt "LSO for Lasershows & Cat A" námskeiðið og staðist prófið. Venjulega standast um 85-90% nemenda prófið sem hefur 80 stig af 110 mögulegum stigum.
  • Ef þú stenst ekki prófið geturðu tekið námskeiðið aftur einu sinni í kjölfarið, innan 12 mánaða, þér að kostnaðarlausu.

 

Nánari upplýsingar um efni námskeiðsins má finna  hér undir "Laser Safety Officer (LSO) for Lasershows and Category A course" .

Kennari námskeiðsins er Patrick Murphy framkvæmdarstjóri ILDA sem hefur áratuga reynslu við vinnu við leysa og leysisöryggi. Hann er virkur í nefndarstarfi vegna leysisöryggis en það má meðal annars nefna nefndarstörf við vinnu í ANSI Z136 leysisöryggisráði og þá sérstaklega við staðla varðandi notkun leysa í kennslustofnunum, utanhúss og í skemmtanaiðnaði.


Í umsóknarferlinu birtist RSÍ endurmenntunarverð námskeiða.

Fullt verð: 139.000.-

RSÍ Endurmenntun: 48.650.-

Matur og kaffiveitingar eru innifaldar í námskeiðsgjaldi.

Áður en þú sendir inn umsóknina merkirðu við hvort þú tilheyrir öðrum verðflokkum og er verðinu breytt handvirkt skv. því í innrituninni.


Flokkar: Tæknifólk