Áfangaheiti: ÖRYG04KATLARS

Gufukatlar að þessari stærð eru meðal annars notaðir i fiskibræðslum, sælgætisgerðum,
mjólkursamlögum og við ölgerð.

Námskeið er um stóra og millistóra gufukatla og kerfi sem þeir vinna með,
fjallað er um uppbyggingu kerfana og helstu öryggisatriði sem þarf að hafa í huga við rekstur þeirra.

Námskeiðið er ætlað þeim sem vinna við stór og milli stór gufukerfi og þá sem
þjónusta kerfin og einnig þá sem þurfa að vinna með eða nærri slíkum búnaði.

Uppbygging námskeiðsins:

  • Uppbygging kerfana og virkni
  • Rekstur og ráðlagt reglubundið eftirlit
  • Hvaða öryggisbúnaður þarf að vera til staðar
    • Prófanir og virkni hans
  • Vatn og meðhöndlun þess
    • Til að minnka úrfellingar
    • Uppsöfnun á óhreinindum í kerfinu
    • Aðferðir til að koma í veg fyrir tæringu


Farið er yfir mun á olíukötlum, rafskautakötlum og raftúbukötlum. Einnig rætt um gufulagnir og þær hættur sem þær geta skapað.


Fjallað er á regluverkið og hvaða úttektir gæti þurft að gera þegar kerfin eru:

  • Ný (CE merking)
  • Endurbyggð
  • Breytt

Aðeins er komið inn á vatnshitunarkerfi og farið er yfir muninn á slíkum kerfum. Að lokum verður fjallað um nokkur slys við stóra katla.

Námskeiðið byggist upp af fyrirlestrum og sýndur er fjöldi mynda af raunverulegum aðstæðum. Fjallað verður um nokkur slys við stór gufukerfi. Í lok námskeiðsins eru umræður með þátttakendum.


Í umsóknarferlinu birtist RSÍ endurmenntunarverð námskeiða.

Fullt verð: 39.800 kr

RSÍ endurmenntun: 13.930 kr

Áður en þú sendir inn umsóknina merkirðu við hvort þú tilheyrir öðrum verðflokkum og er verðinu breytt handvirkt skv. því í innrituninni

 


 

Flokkar: Almenn námskeið