Áfangaheiti: ÖRYG02KATLARL

Gufubúnaður er notaður á mörgum stöðum allt frá mötuneytum yfir í dauðhreinsun á spítölum. Búnaðurinn vinnur yfirleitt á lágum þrýstingi en getur engu að síður skapað mikla hættu ef eitthvað fer úrskeiðis.

Námskeiðið er ætlað þeim sem vinna við lítil kerfi eða eru nærri slíkum búnaði. Uppbygging námskeiðsins:

  • Uppbygging kerfisins og virkni þess
  • Rekstur og ráðlagt reglubundið eftirlit
  • Hvaða öryggisbúnaður þarf að vera til staðar
  • Prófanir og virkni öryggisbúnaðarins
  • Vatn og meðhöndlun þess
    • Til að minnka úrfellingar
    • Uppsöfnun á óhreinindum í kerfinu
    • Aðferðir til að koma í veg fyrir tæringu

 

Námskeiðið byrjar klukkan 13:00 og stendur til 15:00

Námskeiðið byggist upp af fyrirlestrum og sýndur er fjöldi mynda af raunverulegum aðstæðum. Fjallað verður um nokkur slys við lítil gufukerfi. Í lok námskeiðsins eru umræður með þátttakendum.


Í umsóknarferlinu birtist RSÍ endurmenntunarverð námskeiða.

Fullt verð: 23.900 kr

RSÍ endurmenntun: 8.365 kr

Áður en þú sendir inn umsóknina merkirðu við hvort þú tilheyrir öðrum verðflokkum og er verðinu breytt handvirkt skv. því í innrituninni


 

Flokkar: Almenn námskeið
Heiti námskeiðs Dags. Kennarar Tími Staðsetning RSÍ endurmenntun Skráning
Katlanámskeið um lítil kerfi 01. okt 2024 kl 13:15 Google Meet 8.365 kr. Skráning