Áfangaheiti: ALMN09STALOK

Námskeiðið er opið öllum sem nálgast starfslok

Lýsing

Námskeiðið er hannað til að aðstoða fólk við að undirbúa sig og njóta þeirra breytinga sem verða eftir að það lýkur störfum. Á þessu námskeiði verður fjallað um allar helstu breytingar sem hafa þarf í huga við starfslok á gagnlegan og skýran hátt:

  • Lífeyrismál
  • Réttindi og skerðingar hjá Tryggingastofnun Ríkisins
  • Eignastýringu og séreignasparnað
  • Húsnæðismál
  • Endurskipulagningu fjármála
  • Erfðamál og hjúskaparstöðu
  • Áhrif hreyfingar og næringar á heilsufar
  • Tómstundir, félagslíf og áhugamál
  • Dvöl/búseta í útlöndum
  • Markmiðasetningu til að tryggja árangur

 

Fyrirlesarar

Fyrirlesarar eru Thelma Hafþórsdóttir Bryrd iðjuþjálfi, Magnaea Einarsdóttir fyrrum skólastjóri á eftirlaunum og Sigþrúður Guðmundsdóttir fyrrum mannauðsstjóri á eftirlaunum.


Í umsóknarferlinu birtist RSÍ endurmenntunarverð námskeiða.

Fullt verð: 52.900 kr

RSÍ endurmenntun: 16.664 kr

Áður en þú sendir inn umsóknina merkirðu við hvort þú tilheyrir öðrum verðflokkum og er verðinu breytt handvirkt skv. því í innrituninni


Flokkar: Almenn námskeið