Námskeiðið er haldið í samstarfi við Snjallingur.is

 

Áfangaheiti: STÝR10HOMEFRMH1

 

Lýsing

Framhaldsnámskeið á Home Assistant hússtjórnarkerfi. Á námskeiðinu er haldið áfram og farið dýpra í helstu þætti kerfisins. Farið verður í innleiðingu á Jinja2 sniðmátinu. Unnið verður með utanaðkomandi gögn, notkun á breytum í sjálfvirknireglum, sérsniðnir skynjarar, ljósastýringar og senur, notkun á breytum sem taka mið af sólstöðu og birtustigi. Tenging ljósabúnaðs við fjarstýringar. Hópun á skynjurum og öðrum búnaði. RTSP og/eða Onvif myndavélar, greining myndefnis, vistun skyndi- og atburðamynda.

Farið verður í það að nota Home Assistant sem öryggiskerfi, ásamt kynningu á Alarmo öryggiskerfinu. Litið verður á samþættingu og forritun á gólf- og hitastýringar ásamt því að unnið verður með skjáborð og forritun þess ásamt innleiðingu á útvarpsstöðvum og veðurratsjá.

 

Markmið

Að loknu námskeiði mun þátttakandi vera með talsverða þekkingu á Home Assistant hússtjórnunarkerfinu og öðrum þáttum sem þarf að hafa þekkingu á til að samþætta önnur kerfi við Home Assistant kerfið.

Þátttakandinn fær innsýn hversu víðtækt Home Assistant hússtjórnunarkerfið getur orðið og sjá möguleikana í að stýra og lesa af alskyns búnaði.


Fyrir hverja

Námskeiðið er áætlað öllum sem hafa áhuga á að nýta sér möguleikana sem liggja í Home Assistant hússtjórnarkerfinu og afla sér umframfærni í kerfinu ásamt því að nýta sér búnað sem keyrir í mismunandi umhverfum. Þátttakandinn þarf að hafa góða almenna tölvukunnáttu. Ekki er krafist forritunarkunnáttu, þó að óhjákvæmilegt sé að geta unnið með .yaml stillingarskrár á einhverjum tímapunkti.

Þátttakandi ætti að vera tilbúinn að leggja frekari vinnu í Home Assistant til að útvíkka þekkingarsviðið og koma fleiri atriðum inn í Home Assistant. Æskilegt er að þátttakandi sé með færni að lesa GitHub leiðbeiningar á ensku.

Fyrirkomulag

Námskeiðið er 10 kennslustundir, dreift á tvö kvöld, þriðjudagana 1. og 8. október frá kl 17:00-22:00. Námskeiðið á Akureyri er kennt laugardaginn 28. september frá kl 14:00-19:00 og sunnudaginn 29. September frá kl 9:00 -14:00.

Hver kennslustund er 60 mínútur. Í hverri kennslustund er gert ráð fyrir verklegum æfingum og örstuttu hléi. Kvöldmatarhlé er á milli 19 og 19:30.

 

Námskeiðsgögn

Allir þátttakendur fá kennslugögn í PDF formi að námskeiðinu loknu.

 

Kennsluáætlun


Í umsóknarferlinu birtist RSÍ endurmenntunarverð námskeiða.

Fullt verð: 38.000 kr.

RSÍ endurmenntun: 15.000 kr.

Er í meistaraskóla: 8.000 kr.

Áður en þú sendir inn umsóknina merkirðu við hvort þú tilheyrir öðrum verðflokkum og er verðinu breytt handvirkt skv. því í innrituninni


Flokkar: Endurmenntun Almenn námskeið Meistaraskóli rafeindavirkja