Áfangaheiti: HLJS08LUFSÞetta 1-dags „masterclass“ námskeið mun leiða þig í allan skilning um nýungar, stefnu og strauma í vinnu
með hljóðstyrk. EBU hópurinn PLOUD hefur nýlega (Nóvember 2023) gefið út 10. skjal sitt
„Loudness normalization of Cinematic Content“, ásamt uppfærslum (sumar þeirra meiriháttar) á
4 skjölum því er tímabært að setja þetta námskeið á dagskrá.
Meðal annars verður farið yfir eftirfarandi atriði:
• ITU-R BS.1770 sem alþjóðlegt reiknirit til að mæla hljóðstyrk og nýjasta endurskoðun þess
• Ítarleg útskýring á EBU R 128, helstu breytum, ráðlögðum gildum og nýjustu þróun
• Kynning á nýjasta skjalinu „Loudness normalization of Cinematic Content“ (viðauka 4 við R 128), þróun þessa skjals,
kafað dúpt í kvikmyndagreininguna sem myndaði grunn skjalsins og verkleg ferli með vísan til tækniskjals 3343 („Practical Guidelines“).
• Hljóðstyrkur í útvarpi: þetta hefur verið síðasti hornsteinninn á undan Cinematic Content skjalinu: munur á sjónvarpi, viðbót 2 við R 128 og tækniskjal 3401, verklegir ferlar, notkunartilvik og reynsla útvarpsstöðva
• Hljóðstyrkur í streymi: Streymisheimurinn hefur sína sérstöðu og sérkenni - hvernig á að vinna í heimi Apple Music, Spotify, Tidal, YouTube o.s.frv.
Kennari námskeiðsins Florian Camerer gekk til liðs við Austrian Broadcasting Corporation (ORF) árið 1990. Árið 1995 gerðist hann hljóðverkfræðingur („Tonmeister“) aðallega í framleiðslu hljóðs og eftirvinnslu. Árið 1993 byrjaði Camerer að fá áhuga á fjölrásaupptöku. Hann blandaði fyrstu dagskrá ORF í Dolby Surround („Arctic Northeast“) og hefur síðan þá tekið þátt í öllum þáttum fjölrásaupptökum hjá ORF. Síðan haustið 2008 hefur Camerer verið formaður EBU hópsins PLOUD og hefur tekist að innleiða normaliseringu hljóðstyrks í stað hámarksjöfnunar í Evrópu. Hann heldur fyrirlestra á alþjóðlegum grunni, sérstaklega í dramatúrgískum þáttum umhverfishljóðframleiðslu, um hljóðnema fyrir uptöku "surround" hljóðs og alla þætti hljóðstyrks í framleiðslu, dreifingu og útsendingu. Nýlega hefur hann sérhæft sig í "Immersive Audio" og "Next Generation Audio" (NGA) og stækkar nálgun sína frá tvívíðu umhverfishljóði í þrívídd. Camerer er virkur meðlimur í AES (Audio Engineering Society), þar sem hann er formaður útvarpsdeildar fyrir fjölda Evrópuþinga.
Kaffiveitingar og hádegisverður er innifalinn í námskeiðsgjaldi.
Í umsóknarferlinu birtist RSÍ endurmenntunarverð námskeiða.
Fullt verð: 55.900.- kr
RSÍ Endurmenntun: 19.565.- kr
Áður en þú sendir inn umsóknina merkirðu við hvort þú tilheyrir öðrum verðflokkum og er verðinu breytt handvirkt skv. því í innrituninni