Áfangaheiti: FRL12Free@Home

 

Á þessu námskeiði er snjöll sjálfvirkni með Free@Home kynnt. Free@Home er alhliða lausn í stýringum fyrir heimili, fyrirtæki, hótel eða veitingastaði. Hvort sem stýra þarf hita, ljósum, gardínum eða gluggum. Fylgjast með hvort allir gluggar séu lokaðir áður en farið er í frí. Slökkva öll ljós þegar farið er að heiman og láta kerfið t.d. keyra upp sérsniðna "Velkomin heim" lýsingu þegar bílnum er lagt fyrir utan heimilið.

 

Farið verður yfir þessi atriði, uppsetningu á kerfinu frá grunni, forritun og rekstur þess.

 

Námskeiðið er fyrir Rafvirkja/Rafeindavirkja, arkitekta, hönnuði, verkfræðistofur og aðra áhugasama um lýsingatækni og snjalla sjálfvirkni.


Í umsóknarferlinu birtist RSÍ endurmenntunarverð námskeiða.

Fullt verð: 42.800 kr

RSÍ endurmenntun :15.000 kr

SART: 36.380 kr

Meistaraskóli: 8.560 kr

Áður en þú sendir inn umsóknina merkirðu við hvort þú tilheyrir öðrum verðflokkum og er verðinu breytt handvirkt skv. því í innrituninni


Flokkar: Endurmenntun
Heiti námskeiðs Dags. Kennarar Tími Staðsetning RSÍ endurmenntun Skráning
Free@Home stýringar 05. apr 2025 - 06. apr 2025 Arnar Bjarnason Laugardagur 09:00 - 16:00, Sunnudagur 10:00 - 15:00 15.000 kr. Skráning