Áfangaheiti: ALMN24DaleCa

Námskeiðið er útfærsla af hinu þekkta Dale Carnegie námskeiði þar sem þátttakendur vinna í samskiptum,

styrkja sambönd, efla leiðtogahæfileika og tjáningu og læra að stjórna streitu og vinna undir álagi.

Um er að ræða 3ja daga útgáfu af Dale Carnegie námskeiðinu

Um námskeiðið:

Með því að auka sjálfstraust og færni í samskiptum við aðra munt þú hafa þau áhrif sem þú þarft til að ná nýjum hæðum í leik og starfi. Þú verður meira sannfærandi í tjáskiptum og átt auðveldara með að takast á við breytingar, stjórna streitu og hafa hvetjandi áhrif á aðra. Dale Carnegie námskeiðið hjálpar þér að verða snillingur í mannlegum samskiptum. Það mun gera þér kleift að þrífast í hvaða umhverfi sem er og þú munt uppgötva hvernig á að mynda nánari og meira gefandi sambönd. 

Fyrir hverja:

Alla sem vilja verða betri í starfi, auka lífsgæði sín og auka framtíðarmöguleika sína. Algengt er að stærri og smærri hópar frá fyrirtækjum sæki þessa þjálfun

Það sem við förum yfir á námskeiðinu:

  • Hvernig við höfum áhrif á starfsframa
  • Leiðir til að auka sjálfstraust
  • Hvernig við lifum lífinu af meiri ásetningi
  • Leiðir til að styrkja sambönd
  • Hvernig við vinnum með ólíkum einstaklingum og kynslóðum
  • Aðferðir til að auka jákvæðni og hafa hvetjandi áhrif á aðra
  • Leiðir til að bæta tjáningu

Fullt verð: 170.000 kr

Verð fyrir félagsmenn sem greitt er af í menntasjóð: 44.625 kr


Flokkar: Almenn námskeið