CCNA námskeiðið er hannað til að veita þátttakendum þekkingu og færni tengda grunnhugtökum netkerfa, aðgangi að netkerfum, IP-tengingu, IP-þjónustum, öryggisgrundvallaratriðum, og sjálfvirkni og forritanleika. Þetta námskeið hjálpar einnig þátttakendum að undirbúa sig fyrir CCNA prófið ásamt því að öðlast nauðsynlega þekkingu og færni til að netstjórar geti skipulagt, hannað, stillt, hámarkað og leyst úr algengum tengingavandamálum netkerfa tengdum TCP/IP, DNS, DHCP, STP, HSRP, IP-samskiptareglum eins og RIPv2, OSPF, EIGRP, og BGP. Enn fremur styður þetta námskeið kennara og leiðbeinendur í kennslu á námsefni CCNA námskrárinnar.
Kennt verður á þriðjudögum og fimmtudögum, frá kl 17:00 - 21:00. Námskeið er 9 vikur, alls 18 skipti. Kennslan samanstendur af fyrirlestrum og verklegum æfingum í Cisco Networking Academy. Fyrsti tími er 4. febrúar 2025 og síðasti tímin yrði 3. apríl 2025. Meðal námsgagna sem nemendur fá afhent er bókin "CCNA 200-301 Official Cert Guide Library" eftir Wendell Odom sem gefin er út af Cisco Press.
Kennari er Abdelaziz Ghazal viðurkenndur Cisco System Instructor. Abdelaziz er með eftirfrandi gráður frá Cisco: CCNA, CCNA Security, CCNP og Cisco Certified internetworking Expert CCIE.
Í umsóknarferlinu birtist RSÍ endurmenntunarverð námskeiða.
Fullt verð: 285.000 kr
SART: 240.000 kr
RSÍ endurmenntun: 99.900 kr
Áður en þú sendir inn umsóknina merkirðu við hvort þú tilheyrir öðrum verðflokkum og er verðinu breytt handvirkt skv. því í innrituninni
Heiti námskeiðs | Dags. | Kennarar | Tími | Staðsetning | RSÍ endurmenntun | Skráning |
---|---|---|---|---|---|---|
Cisco Certified Network Associate - CCNA | 04. feb 2025 - 03. apr 2025 | Rafmennt ehf. | 17:00 - 21:00 | Stórhöfða 27 | 99.900 kr. | Skráning |
Stórhöfða 27 • 110 Reykjavík • Sími: 540-0160 • rafmennt@rafmennt.is • Kt. 590104-2050