CCNA námskeiðið er hannað til að veita þátttakendum þekkingu og færni tengda grunnhugtökum netkerfa, aðgangi að netkerfum, IP-tengingu, IP-þjónustum, öryggisgrundvallaratriðum, og sjálfvirkni og forritanleika. Þetta námskeið hjálpar einnig þátttakendum að undirbúa sig fyrir CCNA prófið ásamt því að öðlast nauðsynlega þekkingu og færni til að netstjórar geti skipulagt, hannað, stillt, hámarkað og leyst úr algengum tengingavandamálum netkerfa tengdum TCP/IP, DNS, DHCP, STP, HSRP, IP-samskiptareglum eins og RIPv2, OSPF, EIGRP, og BGP. Enn fremur styður þetta námskeið kennara og leiðbeinendur í kennslu á námsefni CCNA námskrárinnar.

Það sem þú munt læra:

  • Grunnatriði netkerfa: Lærir um OSI- og TCP/IP-líkönin, IPv4, IPv6, IP-töluúthlutun og undirnet(subnet).
  • Cisco búnaður: Kynnist notkun á Cisco beinum(router) og skiptum(switch) og lærir að stilla þessi tæki fyrir skilvirka netnotkun.
  • Beinar(router): Lærir um stillingar og virkni helstu rútunar-ferla eins og RIP, EIGRP og OSPF.
  • Skiptar(switch): Skilja VLAN, trönk, spanning-tree samskiptareglur (STP), Layer 2 skipta og fleira.
  • Öryggi netkerfa: Innleiða grunnöryggisráðstafanir, þar á meðal ACLs, til að vernda netkerfi.
  • Víðnet(WAN): Lærir að stilla og stjórna WAN-tengingum, þar á meðal með PPP, xDSL og VPN-tækni.
  • Greining vandamála: Kynnist notkun greiningartóla til að leysa vandamál með beinum og skiptum í litlum til meðalstórum netkerfum.
  • Uppsetning: Hvernig skal setja upp grunnþjónustur fyrir net, eins og dhcp, nat og vpn.

Markmið:

  • Nemendur munu að loknu námskeiði, þekkja og skilja uppbyggingu netkerfa og þau tæki og hugbúnað sem notaður er. 
  • Nýtt sér undirnettækni(subneting) bæði á IPv4 og IPv6 netkerfum.
  • Þekkja og skilgreina helstu samskiptastaðla, með áherslu á TCP og UDP.
  • Hafa skilning á Layer-2 skiptum, sýndarnetum(VLAN), broadcast.
  • Skilið rútunar-ferla.
  • Bilanagreint einföld netkerfi.
  • Uppsetning á grunnþjónustum í netkerfi.
  • Uppsetning á beinum og skiptum með Cisco IOS-stýrikerfinu.
  • Nýtt sér aðgengislistun (access-list) til að stjórna netumferð.

Fyrir hverja er námskeiðið:

  • Fagaðila í netkerfum sem vilja fá CCNA vottun.
  • Byrjendur sem vilja ölast viðtæka þekkingu á uppbyggingu tölvukerfa.
  • Nemendur í upplýsingatækni og byrjendur sem eru spenntir fyrir því að byggja upp starfsferil í netrekstri.
  • Kerfisstjóra og sérfræðinga sem leita að dýpri skilningi á Cisco netkerfum.

Forkröfur:

  • Grunnskilningur á netkerfishugtökum (t.d. IP-töluúthlutun, undirnetting).
  • Ekki er krafist fyrri reynslu af Cisco búnaði.

 

Kennt verður á þriðjudögum og fimmtudögum, frá kl 17:00 - 21:00. Námskeið er 9 vikur, alls 18 skipti. Kennslan samanstendur af fyrirlestrum og verklegum æfingum í Cisco Networking Academy. Fyrsti tími er 4. febrúar 2025 og síðasti tímin yrði 3. apríl 2025. Meðal námsgagna sem nemendur fá afhent er bókin "CCNA 200-301 Official Cert Guide Library" eftir Wendell Odom sem gefin er út af Cisco Press.

 

Kennari er Abdelaziz Ghazal viðurkenndur Cisco System Instructor. Abdelaziz er með eftirfrandi gráður frá Cisco: CCNA, CCNA Security, CCNP og Cisco Certified internetworking Expert CCIE.

 

Í umsóknarferlinu birtist RSÍ endurmenntunarverð námskeiða.

Fullt verð: 285.000 kr

SART: 240.000 kr

RSÍ endurmenntun: 99.900 kr

Áður en þú sendir inn umsóknina merkirðu við hvort þú tilheyrir öðrum verðflokkum og er verðinu breytt handvirkt skv. því í innrituninni

Flokkar: Endurmenntun Tæknifólk
Heiti námskeiðs Dags. Kennarar Tími Staðsetning RSÍ endurmenntun Skráning
Cisco Certified Network Associate - CCNA 04. feb 2025 - 03. apr 2025 Rafmennt ehf. 17:00 - 21:00 Stórhöfða 27 99.900 kr. Skráning