Áfangaheiti: STÝR16PIC

Á þessu námskeiði er farið yfir uppbyggingu og virkni ARDUINO örgjörva, forritun og tengingu. Hönnuð er stýring fyrir
RGB LED, DIMMER, hraðastýring fyrir dc og stepper mótor. Tenging Arduino við skynjara og rofa. Nemendur kynnast uppbyggingu Arduino forrita og kynnast mismunandi forritunaraðferðum, t.d. kóðaforritun, blokkforritun, Ladder og gervigreind. Skoðuð er hagnýting Arduino örgjörva á ýmsum sviðum í iðnaði og nýsköpun.
 
Markmið
Að loknu námskeiði mun þátttakandi vera með grunnþekkingu á ARDUINO umhverfinu og færni við að hanna stýringar,
lesa af skynjurum og setja upp sjálfvirkni og viðbrögð við ýmsum breytum í umhverfinu. Þátttakendur munu öðlast færni
í að nota búnaðinn fyrir ný- og listsköpun, iðnað, í leik og starfi.
 
Fyrir hverja
Námskeiðið hentar fyrir þau sem hafa áhuga á rafeindatækni, forritun, nýsköpun, hönnun, listsköpun og
þeim sem vilja öðlast nýja þekkingu á notkun smátölva í alls kyns verkefni og lausnir.
 
Fyrirkomulag
Námskeiðið er 12 kennslustundir, dreift á fjögur kvöld, 3 klst í senn. Kennt verður á fimmtudögum frá 17:00 - 20:00.
Fyrsta kvöldið er 12. september, svo er kennt næstu þrju fimmtudagskvöld þar á eftir, 19.september, 26. september og 3. október.
Hver kennslustund er 60 mínútur. Í hverri kennslustund er gert ráð fyrir verklegum æfingum og örstuttu hléi.
 
Námskeiðsgögn
Kennslugögn í PDF formi, nemendur fá aðgang að fartölvu til leysa verkefnin en eru hvattir til að koma með eigin fartölvu.
Þátttakendur fá byrjandapakka fyrir Arduino til að nota á námskeiðinu og til að taka með sér heim að loknu námskeiði.

Kennari er Stefán Birnir Sverrisson.
 

Í umsóknarferlinu birtist RSÍ endurmenntunarverð námskeiða.

Fullt verð: 51.800 kr

RSÍ endurmenntun: 24.000 kr

Meistaraskóli: 16.560 kr

Áður en þú sendir inn umsóknina merkirðu við hvort þú tilheyrir öðrum verðflokkum og er verðinu breytt handvirkt skv. því í innrituninni


 
Flokkar: Endurmenntun
Heiti námskeiðs Dags. Kennarar Tími Staðsetning RSÍ endurmenntun Skráning
ARDUINO 12. sep 2024 - 03. okt 2024 Stefán Birnir Sverrisson 17:00 - 20:00 Stórhöfði 27 24.000 kr. Skráning