Kæru sveinsprófstakar,

Takk fyrir að sækja um í sveinspróf í júní 2025!

Alls bárust um 250 umsóknir fyrir sveinsprófin í júní 2025. Vegna metfjölda umsókna mun afgreiðsla taka lengri tíma en vanalega. Við vinnum hörðum höndum að því að yfirfara og staðfesta umsóknir. Svör munu berast á næstu vikum.

Við þökkum biðlundina og gangi ykkur vel í undirbúningnum!